Spenntust fyrir brenniboltaleik milli kennara og nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 22:23 Krakkarnir í Dalskóla eru spenntastir fyrir brenniboltaleik milli nemenda og kennara. UMFÍ Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með. Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með.
Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira