Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 11:23 Lögreglan segir auðvelt að búa til hlaup sem hægt er að móta í hin ýmsu form og setja hvað sem er í. Vísir/EPA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira