Menningarmunur og úrhelli settu svip á annars fullkomið Ítalíubrúðkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2020 10:00 Tobba og Kalli giftu sig á Ítalíu síðasta haust. vísir/vilhelm Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Í dag er hún gift Karli Sigurðssyni í Baggalúti og á með honum tvær dætur. Tobba er gestur vikunnar í Einkalífinu en Tobba og Kalli gengu í það heilaga síðastliðið haust en athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu. „Mig langaði að hafa brúðkaupið minna og persónulegt,“ segir Tobba í þættinum. „Við erum mikið matfólk og elskum gott vín og því lá Ítalía best við. Við vorum því bara með okkar allra nánasta og því voru innan við sextíu gestir. Við leigðum stórt hús, gistum þar öll saman og vorum þarna í viku,“ segir Tobba en hún og Kalli stefna að fagna aftur með öllum vinum og vandamönnum seinna í skemmtilegu garðpartýi og það líklega í sumar. Hún segir að brúðkaupið hafi verið stórkostlegt en margt sem hún hefði viljað að færi öðruvísi. „Ítalir eru allt öðruvísi en við og ég sem vill hafa allt niðurneglt og vel skipulagt. Við vorum í pínulitlu bæjarfélagi og maður var ekki beint að fara semja um verð í búðunum þar sem það var ekkert annað í boði. Það komu upp allskonar vandræði og vesen sem maður hefði ekki viljað,“ segir Tobba sem lýsir því nánar í þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Í dag er hún gift Karli Sigurðssyni í Baggalúti og á með honum tvær dætur. Tobba er gestur vikunnar í Einkalífinu en Tobba og Kalli gengu í það heilaga síðastliðið haust en athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu. „Mig langaði að hafa brúðkaupið minna og persónulegt,“ segir Tobba í þættinum. „Við erum mikið matfólk og elskum gott vín og því lá Ítalía best við. Við vorum því bara með okkar allra nánasta og því voru innan við sextíu gestir. Við leigðum stórt hús, gistum þar öll saman og vorum þarna í viku,“ segir Tobba en hún og Kalli stefna að fagna aftur með öllum vinum og vandamönnum seinna í skemmtilegu garðpartýi og það líklega í sumar. Hún segir að brúðkaupið hafi verið stórkostlegt en margt sem hún hefði viljað að færi öðruvísi. „Ítalir eru allt öðruvísi en við og ég sem vill hafa allt niðurneglt og vel skipulagt. Við vorum í pínulitlu bæjarfélagi og maður var ekki beint að fara semja um verð í búðunum þar sem það var ekkert annað í boði. Það komu upp allskonar vandræði og vesen sem maður hefði ekki viljað,“ segir Tobba sem lýsir því nánar í þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira