Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 14:58 Stelpan er fullfrísk en Agla Björnsdóttir hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Seinni myndin er úr myndabanka. Aðsend - Getty/Justin Paget Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf. Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf.
Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08
Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54
Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53