Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2020 20:06 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“ Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira