Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 16:18 Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08