Innlent

Hlut­fall nagla­dekkja hærra í vetur en síðustu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Gatnamót Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Gatnamót Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Hlutfall negldra dekkja í Reykjavík er töluvert hærra í ár en í fyrra og síðastliðin ár.

Þetta er niðurstaða talningar sem kynnt var í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar á miðvikudag, en það var verkfræðistofan EFLA sem stóð fyrir talningunni sem fram fór fimmtudaginn 16. apríl.

Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að hlutfallið hafi skipst þannig að 40 prósent ökutækja hafi reynst vera á negldum dekkjum og 60 prósent á ónegldum.

„Hlutfall negldra dekkja er nánast það sama og í síðustu talningu, 3. mars 2020 en þá var það 41%.

Í fyrra voru ökumenn fljótir að skipta um dekk en þá var einnig talið um miðjan apríl og var hlutfall þeirra ökutækja sem voru á negldum dekkjum töluvert minna, eða 31%. Fyrir tveimur árum var hlutfallið enn lægra eða 22%. Skýringarnar á því hversu hægt gekk núna að skipta er að leita í COVID 19 en sömu sóttvarnarreglur gilda á dekkjaverkstæðum eins og annars staðar.

Talningarstaðir voru Mjóddin, Kringlan, Miðbærinn við Höfnina, Háskóli Íslands við Háskólabíói. Talið er sex sinnum á ári,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.