Netspjall og símtöl í stað heimsókna til lækna Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 15:37 Samtölum við netspjall heilsuveru hefur fjölgað nær tuttugufalt á einum mánuði. Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað. Wuhan-veiran Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað.
Wuhan-veiran Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira