Netspjall og símtöl í stað heimsókna til lækna Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 15:37 Samtölum við netspjall heilsuveru hefur fjölgað nær tuttugufalt á einum mánuði. Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað. Wuhan-veiran Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað.
Wuhan-veiran Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda