Netspjall og símtöl í stað heimsókna til lækna Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 15:37 Samtölum við netspjall heilsuveru hefur fjölgað nær tuttugufalt á einum mánuði. Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað. Wuhan-veiran Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Samskipti fólks við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana og má sjá mikla aukningu í símtölum og rafrænum samskiptum, á meðan heimsóknir á heilsugæslustöðvar dragast saman. Þegar tölur um símtöl til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar sést mikil aukning undafarna daga. Nú á mánudaginn voru símtölin til að mynda 4.672 talsins en á mánudaginn í síðustu viku voru þau 3.600, sem er aukning upp á rétt tæp 30%. Sé horft til síðustu tveggja mánudaga, fjölgaði símtölum til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um tæp 30%. „Álagið hefur verið gríðarlegt“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar hringi fólk meira í heilsugæsluna þar sem það hafi áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og hins vegar hafi heilsugæslan breytt verklagi sínu vegna hans. „Álagið hefur verið gríðarlegt vegna kórónuveirunnar en við erum að reyna að leysa sem flest mál með símtölum frekar en heimsóknum. Við erum að taka upp lengri símtöl og afgreiðum nú erindi í síma sem áður hefði verið sinnt með heimsóknum til lækna eða hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður Dóra, en hringt er í alla sem eiga pantaða tíma. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ganga vel að efla fjarþjónustu en að álagið sé mikið. „Fólk hefur áhyggjur af stöðunni en tekur þessum breytingum almennt vel, flestir eru bara fegnir að fá símtal og að geta þá sleppt því að mæta á staðinn. Einhver erindi eru þó þess eðlis að ekki er hægt að leysa þau í gegnum síma og þá komum við þeim í farveg.“ Ef fólk sleppir því að mæta í bókaðan tíma og hefur ekki fengið símtal þarf þó ekki að örvænta, hringt er í alla sem eiga bókaða tíma, við fyrsta tækifæri. „Það er mikið álag hjá okkur, en við hringum í alla,“ segir Sigríður Dóra og minnir á að telji fólk sig smitað af kórónuveirunni eigi það ekki að mæta á heilsugæsluna heldur hringja þangað eða í síma 1700. Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag. Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð. Samskipti við heilsugæsluna taka miklum breytingum þessa dagana. Tekið skal fram að ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram til staðar en tímar ef til vill færðir til ef þörf er á. Sigríður Dóra segir átak um að efla fjarþjónustu ganga vel þrátt fyrir álag. Þjónusta er ekki aðeins veitt í gegnum símtöl heldur einnig í gegnum vefinn Heilsuvera.is, annars vegar í formi skilaboða á mínum síðum og hins vegar netspjalls, sem er opið alla daga frá klukkan 8 til 22. Aukning í notkun netspjallsins hefur verið mjög mikil síðustu vikur, eins og sjá má á súluriti hér efst í greininni. Þannig voru samtöl í gegnum netspjallið, sem nær til alls landsins, 52 talsins fyrstu vikuna í febrúar, en 1007 fyrstu vikuna í mars sem þýðir að aukningin er rétt tæplega tuttuguföld á einum mánuði. Tölur fyrir þessa viku verða enn hærri en þær hafa ekki verið teknar saman þegar þetta er skrifað.
Wuhan-veiran Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira