Sáu fram á atvinnuleysi og skipulögðu leikjanámskeið Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 19:18 Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson munu bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í sumar. Aðsend Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira