Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. maí 2020 14:45 Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Vísir/Vilhelm Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49