Innlent

Slökkvi­lið kallað aftur að Hafnar­stræti vegna elds

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Til stendur að rífa húsið á næstu dögum.
Til stendur að rífa húsið á næstu dögum. Vísir

Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti á Akureyri í morgun þegar eldur blossaði þar upp á ný að sögn Rolfs Tryggvasonar hjá slökkviliði Akureyrar.

 Eldur kviknaði í húsinu á þriðjudagskvöld og er einn í alvarlegu ástandi eftir að hafa verið bjargað úr logandi húsinu. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Aftur kviknaði út frá glæðum í húsinu um klukkan tíu í morgun og tókst að slökkva eldinn um tuttugu mínútum seinna. Til stendur að rífa húsið á næstu dögum að sögn Rolfs.


Tengdar fréttir

Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn

Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×