„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2020 23:10 Beggi Ólafs gefur góð ráð varðandi markmið og áramótaheit. Samsett/ Trendnet-Vilhelm „Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma,“ skrifar knattspyrnumaðurinn, fyrirlesarinn og Trendnet bloggarinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, í skoðanagrein sem vakti athygli á Vísi í dag. Hann segir að ástæðan fyrir því að fáir standi við áramótaheit sé að fólk stefni allt of hátt og setji óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. „Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim“ er titill greinarinnar en Bergsveinn segir þar að það sé erfitt að temja sér nýjar venjur enda sé ekkert skemmtilegt að fórna einhverju sem maður er vanur að gera eða hefur veitt manni ákveðið öryggi. „Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig.“ Hann bendir á að hreinn og beinn viljastyrkur sé ekki alltaf nóg, því tilfinningar geti trompað rökhugsun. Það sé svo nauðsynlegt að láta nýársheitin byggja á einhverjum grunni, að baki þeim þurfi að vera ástæða. Bergsveinn hvetur fólk til að mynda hæfilega krefjandi venjur sem raunverulegur möguleiki sé á að viðhalda. „Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim.“ Hann minnir á að lítil skref verði að stórum breytingum og því sé gott að byrja smátt. „Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast.“ View this post on Instagram Það er fátt kraftmeira en að átta sig á hvert maður er að fara, afhverju maður vill það og skrefunum sem þarf að framfylgja til að komast þangað. Það setur reglu á lífið þitt, minnkar óvissu og eykur árangur í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hafðu það í huga að lífið eru dagarnir sem þú ert að láta sýnina verða að veruleika. Þar mæta þér krefjandi verkefni. Þar þróast þú sem einstaklingur. Eflaust gefur leiðin þér meira en stutta ánægjutilfinningin á toppnum. A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs) on Dec 27, 2019 at 9:55am PST Bergsveinn segir að ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir sé auðveldari ef framtíðarsýnin sé skýr. „Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum.“ Hann endar á að hvetja fólk til að bíða ekki með hamingjuna þangað til markmiðunum er náð. „Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér á Vísi. Mikilvægt setja þetta á blað Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Bergsveinn að öfgarnar séu áberandi í áramótaheitum Íslendinga. „Það er smá hættulegt því að í fyrsta lagi er maður smá með móðu á gleraugunum svona eftir jólin og þá vill maður oft stefna of hátt. Ef maður stefnir of hátt þá verða hlutirnir yfirþyrmandi, of krefjandi, þannig að maður viðheldur því ekki. Maður vill ekki setja sér einhverjar venjur, nýársheit eða markmið sem að maður getur viðhaldið í viku eða tvær vikur eða út janúar. “ Bergsveinn segir að það megi heldur ekki setja sér of lág markmið eða nýársheit. „Það fyrsta er að vera með einhverja sýn, síðan þarftu að vita hvenær þú vilt ná því, síðan þarftu að vita af hverju og síðan verður þú að plana leiðina þangað því að leiðin þangað það eru þessi litlu skref.“ Á leiðinni þurfi svo að komast yfir hindranir. Mjög mikilvægt í þessu öllu saman sé svo að skrifa þetta allt niður, því þannig sé hægt að skipuleggja hugsanirnar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Áramót Heilsa Tengdar fréttir Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. 1. janúar 2020 14:00 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
„Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma,“ skrifar knattspyrnumaðurinn, fyrirlesarinn og Trendnet bloggarinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, í skoðanagrein sem vakti athygli á Vísi í dag. Hann segir að ástæðan fyrir því að fáir standi við áramótaheit sé að fólk stefni allt of hátt og setji óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. „Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim“ er titill greinarinnar en Bergsveinn segir þar að það sé erfitt að temja sér nýjar venjur enda sé ekkert skemmtilegt að fórna einhverju sem maður er vanur að gera eða hefur veitt manni ákveðið öryggi. „Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig.“ Hann bendir á að hreinn og beinn viljastyrkur sé ekki alltaf nóg, því tilfinningar geti trompað rökhugsun. Það sé svo nauðsynlegt að láta nýársheitin byggja á einhverjum grunni, að baki þeim þurfi að vera ástæða. Bergsveinn hvetur fólk til að mynda hæfilega krefjandi venjur sem raunverulegur möguleiki sé á að viðhalda. „Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim.“ Hann minnir á að lítil skref verði að stórum breytingum og því sé gott að byrja smátt. „Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast.“ View this post on Instagram Það er fátt kraftmeira en að átta sig á hvert maður er að fara, afhverju maður vill það og skrefunum sem þarf að framfylgja til að komast þangað. Það setur reglu á lífið þitt, minnkar óvissu og eykur árangur í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hafðu það í huga að lífið eru dagarnir sem þú ert að láta sýnina verða að veruleika. Þar mæta þér krefjandi verkefni. Þar þróast þú sem einstaklingur. Eflaust gefur leiðin þér meira en stutta ánægjutilfinningin á toppnum. A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs) on Dec 27, 2019 at 9:55am PST Bergsveinn segir að ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir sé auðveldari ef framtíðarsýnin sé skýr. „Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum.“ Hann endar á að hvetja fólk til að bíða ekki með hamingjuna þangað til markmiðunum er náð. „Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér á Vísi. Mikilvægt setja þetta á blað Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Bergsveinn að öfgarnar séu áberandi í áramótaheitum Íslendinga. „Það er smá hættulegt því að í fyrsta lagi er maður smá með móðu á gleraugunum svona eftir jólin og þá vill maður oft stefna of hátt. Ef maður stefnir of hátt þá verða hlutirnir yfirþyrmandi, of krefjandi, þannig að maður viðheldur því ekki. Maður vill ekki setja sér einhverjar venjur, nýársheit eða markmið sem að maður getur viðhaldið í viku eða tvær vikur eða út janúar. “ Bergsveinn segir að það megi heldur ekki setja sér of lág markmið eða nýársheit. „Það fyrsta er að vera með einhverja sýn, síðan þarftu að vita hvenær þú vilt ná því, síðan þarftu að vita af hverju og síðan verður þú að plana leiðina þangað því að leiðin þangað það eru þessi litlu skref.“ Á leiðinni þurfi svo að komast yfir hindranir. Mjög mikilvægt í þessu öllu saman sé svo að skrifa þetta allt niður, því þannig sé hægt að skipuleggja hugsanirnar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Áramót Heilsa Tengdar fréttir Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. 1. janúar 2020 14:00 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. 1. janúar 2020 14:00