Innlent

Snjó­koma norðan og austan­lands og gular hríðar­við­varanir í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið klukkan 11 í dag, eins og það lítur út klukkan 7 í morgun.
Spákortið klukkan 11 í dag, eins og það lítur út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðaustan 13 til 23 metrum í sekúndu í dag þar sem hvassast verður norðvestantil og undir Vatnajökli eftir hádegi.

Útlit er fyrir talsverðri snjókomu norðan og austanlands fram eftir degi, en það eru gular hríðarviðvaranir í gildi fram á kvöld á þeim slóðum. – á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum.

„Það verður þurrt að mestu um landið suðvestanvert, og hitinn verður yfirleitt nálægt frostmarki. Það dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og kólnar í veðri.

Víða norðaustan 5-13 m/s í fyrramálið, dálítil él norðaustanlands, annars úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálítill éljagangur norðaustanlands. Gengur í suðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða slyddu suðvestan- og vestantil síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við suðvesturströndina um kvöldið.

Á föstudag: Suðlæg átt, víða 8-15, en gengur í norðan 10-18 vestantil. Snjókoma með köflum í öllum landshlutum, en slydda við suðurströndina eftir hádegi. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á laugardag: Norðaustan 8-15, él á norðan og austanverðu landinu en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Herðir á frosti.

Á sunnudag: Gengur í sunnan 10-18 og þykknar upp með snjókomu vestantil, en styttir upp norðaustanlands. Dregur úr frosti.

Á mánudag: Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða rigningu og hlýnandi veðri. Snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar aftur síðdegis.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljagangi um landið sunnan- og vestanvert, en þurrviðri norðaustanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.