Hilmar frískaði upp á eldhúsið fyrir sex þúsund krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 14:29 Hilmar hélt í sama litin en útkoman flott með nýrri málningu. Myndir/Gígja/Hilmar „Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“ Hús og heimili Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“
Hús og heimili Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira