Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2020 19:33 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm
Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira