Margir ósáttir eftir að Regína og Max voru send heim: „Hneyksli“ Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 14:42 Max og Regína á úrslitastundu í gær. Vísir/Marinó Flóvent Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira