Innlent

Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Samúel Karl Ólason skrifar
Víðir Reynisson og Alma D. Möller.
Víðir Reynisson og Alma D. Möller. Vísir/Vilhelm

Fyrsta þriðja stigs smitið hefur verið greint hár á landi af þeim 69 sem búið er að staðfesta. Af þeim eru fimmtán innalandssmit en eitt þeirra er svokallað þriðja stigs smit. Þar er um að ræða maka aðila sem smitaðist eftir samskipti við fólk sem var í skíðaferð í Ölpunum. Annars stigs aðilinn hafi veikst af fólkinu sem smitaðist úti og maki hans, þriðja stigs aðilinn, smitaðist af honum.

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra,

á tíunda upplýsingafundi yfirvalda vegna nýju kórónuveirunnar.

Þar sagði Alma D. Möller, landlæknir, einnig að Íslendingar væru að fá staðfestingu á því hve smitandi þessi veira væri.

Hún sagði einnig að margar spurningar hefðu borist varðandi það hve lengi veiran lifði utan líkama, á flötum víða. Alma sagði það þó óvitað. Upplýsingar væru mjög á reiki.

Alma sagði sömuleiðis að fyrir liggi að veiran þrífst betur í köldu og þurru lofti og geti borist víðar.

„Við þurfum að vera á varðbergi. Gæta hreinlætis og hlíða þessum reglum sem komnar eru,“ sagði Alma.

Almannavarnir deildu í dag línuriti sem ætlað er að útskýra markmið forvarnaraðgerða hér á landi. Við myndina er skrifað að aðgerðirnar séu bráðnauðsynlegar til að tryggja að heilbrigðiskerfi landsins geti tekist á við útbreiðslu veirunnar.


Tengdar fréttir

Svona á að haga sér í sóttkví

Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×