Innlent

Mega snúa aftur heim og hættustigi aflýst

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Suðureyri í dag.
Frá Suðureyri í dag. Helga konráðsdóttir

Allir sem þurftu að yfirgefa hús sín á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóða mega nú snúa heim til sín, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum. Þá hefur hættustigi vegna snjófljóða sem lýst var yfir í fyrradag á svæðinu verið aflýst.

Öllum rýmingum á svæðinu hefur verið aflétt. Um er að ræða eftirtalin hús/svæði:

Minnihlíð og Fremri-Ós í Bolungarvík, Hraun í Hnífsdal, Múlaland 12 og 14, Seljaland 7 og 9, Höfði í Skutulsfirði, hesthúsabyggð í Engidal, rýmingareitur nr. 9 í Skutulsfirði (atvinnuhúsnæði), Ísafjarðarflugvöllur, Funi móttökustöð, eldri byggð og atvinnusvæði í Súðavík, Aðalgata nr. 34, 36 og 38 á Suðureyri, Sætún 1, 7 og 9 á Suðureyri og atvinnuhúsnæði á Suðureyri.

Ákveðið var í dag að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Fólk var einnig beðið um að yfirgefa nokkur hús í dreifbýli á norðanverðum Vestfjörðum. Iðnaðarhúsnæðið á reiti 9 samkvæmt var rýmt vegna snjóflóðahættu strax 13. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×