Innlent

Hvass­viðri í dag og á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Úrkomulítið verður á Suður- og Vesturlandi, en annars snjókoma með köflum.
Úrkomulítið verður á Suður- og Vesturlandi, en annars snjókoma með köflum. Vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir allhvassri eða hvassri norðaustanátt á landinu í dag. Úrkomulítið verður á Suður- og Vesturlandi, en annars snjókoma með köflum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði víðast hvar vægt frost nú í morgunsárið en að það hlýni með deginum. Hitinn verði kringum frostmark síðdegis og það bæði í ofankomu um landið norðaustanvert seint í dag og í nótt, fyrst við ströndina.

„Norðaustan 13-23 m/s á morgun, hvassast norðvestantil, og undir Vatnajökli síðdegis. Það verður talsverð ofankoma norðaustantil framan af degi, en áfram þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Það dregur úr snjókomunni og kólnar seinnipartinn.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 13-23 m/s, hvassast NV-til, og undir Vatnajökli síðdegis. Úrkomulítið um landið SV-vert, en snjókoma víða annars staðar og talsverð ofankoma NA-lands. Hiti um og undir frostmarki.

Á fimmtudag: Minnkandi norðaustanátt. Dálítil él á N- og A-landi og líkur á snjókomu SV-til síðdegis. Frost 1 til 10 stig.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag: Norðanátt með snjókomu eða éljum, en léttir til á S- og V-landi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, úrkomulítið og kalt í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu eða slyddu um landið S- og V-vert og hlýnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×