Lífið

Euro­vision í Rotter­dam að ári

Atli Ísleifsson skrifar
Keppnin í ár átti að fara fram í Rotterdam.
Keppnin í ár átti að fara fram í Rotterdam.

Eurovision verður haldið í Rotterdam í Hollandi að ári. Þetta var tilkynnt í Eurovision-útsendingunni Europe Shine a Light í kvöld.

Ekki var búið að greina frá því formlega hvar keppnin yrði haldin á næsta ári, en eins og flestir vita var keppninni aflýst í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Keppnin í ár átti að fara fram í Rotterdam, en hollenski tónlistarmaðurinn Duncan Lawrence vann sigur í Eurovision-keppninni á síðasta ári með lag sitt, Arcade.

Að neðan má sjá myndband þar sem greint var frá ákvörðuninni að halda keppnina í Rotterdam árið 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×