Enski boltinn

Amazon vill kaupa nafnið á heimavelli Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Amazon-völlurinn?
Amazon-völlurinn? vísir/epa

Tæknirisinn Amazon hefur áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham.

Spurs stefnir á að selja nafnaréttinn af vellinum sem var tekinn í notkun í byrjun apríl á síðasta ári.

Amazon vill kaupa nafnið á vellinum og sömu sögu er að segja af Nike samkvæmt frétt Daily Mail.

Talið er að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, vilji fá 250 milljónir punda fyrir nafnaréttinn af vellinum. Hann stefnir á að gera samning um nafnaréttinn til tíu ára.

Tottenham er nú þegar í samstarfi við Amazon sem framleiðir þáttaröð um þetta tímabil hjá félaginu. Amazon gerði svipaða þáttaröð um þarsíðasta tímabil hjá Manchester City.

Þrjú ár tók að reisa heimavöll Tottenham og kostuðu framkvæmdir við hann einn milljarð punda. Tottenham-völlurinn er sá næststærsti í London á eftir Wembley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.