Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2020 14:16 Mikil andstæða við spilakassa mælist í samfélaginu. Vísir/Baldur Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12
Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12
Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20