Innlent

Svona var 45. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hrósaði þríeykinu í hástert á fundinum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hrósaði þríeykinu í hástert á fundinum. Vísir/Vilhelm

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er gestur dagsins á daglegum upplýsingafundi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð í dag klukkan 14.

Fundurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu á Vísi, á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu í vaktinni á Vísi.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi en fundurinn í dag er númer 45 í röðinni.

Kári mun ræða vísindagrein sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu, ásamt öðrum, í læknaritinu New England Journal of Medicine í gærkvöld.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptaka frá fundinum verður aðgengileg eftir augnablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×