Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 19:04 Forseti Íslands nýtti embættiserindi til að fá sér göngutúr við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni í dag. Stöð 2/Frikki Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira