Kaffi Laugalækur opnar í húsnæði Verðlistans á morgun: "Æskudraumur okkar að rætast“ Sara McMahon skrifar 8. september 2016 10:00 Hörður Jóhannesson og Björn Arnar Hauksson eiga og reka Kaffi Laugalæk sem er til húsa í gamla gamla Verðlistanum í Laugarneshverfi. Kaffihúsið verður opnað á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira