Kaffi Laugalækur opnar í húsnæði Verðlistans á morgun: "Æskudraumur okkar að rætast“ Sara McMahon skrifar 8. september 2016 10:00 Hörður Jóhannesson og Björn Arnar Hauksson eiga og reka Kaffi Laugalæk sem er til húsa í gamla gamla Verðlistanum í Laugarneshverfi. Kaffihúsið verður opnað á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira