Kaffi Laugalækur opnar í húsnæði Verðlistans á morgun: "Æskudraumur okkar að rætast“ Sara McMahon skrifar 8. september 2016 10:00 Hörður Jóhannesson og Björn Arnar Hauksson eiga og reka Kaffi Laugalæk sem er til húsa í gamla gamla Verðlistanum í Laugarneshverfi. Kaffihúsið verður opnað á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira