Kaffi Laugalækur opnar í húsnæði Verðlistans á morgun: "Æskudraumur okkar að rætast“ Sara McMahon skrifar 8. september 2016 10:00 Hörður Jóhannesson og Björn Arnar Hauksson eiga og reka Kaffi Laugalæk sem er til húsa í gamla gamla Verðlistanum í Laugarneshverfi. Kaffihúsið verður opnað á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Nýtt kaffihús verður opnað í húsnæði gamla Verðlistans við Laugarnesveg á morgun. Staðurinn nefnist einfaldlega Kaffi Laugalækur og er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arnars Haukssonar. Eigendurnir tveir og helstu starfsmenn staðarins eru allir búsettir í Laugarneshverfinu. Að sögn Harðar, sem mun stýra daglegum rekstri Kaffi Laugalækjar, hefur það lengi verið draumur þeirra félaga að fara út í einhverskonar veitingarekstur saman. Þegar húsnæði Verðlistans bauðst var því ákveðið að láta tækifærið ekki úr greipum ganga.Kristín Viggósdóttir, kona Björns Arnars, hannaði barnahorn Kaffi Laugalækjar. Anton Brink„Þetta er æskudraumur okkar Björns að rætast. Við höfum talað um að fara út í rekstur saman nánast frá blautu barnsbeini þannig að þegar við sáum þetta hús til sölu var ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærið,“ útskýrir Hörður og segir Laugalæk vera „blússandi“ fjölskyldufyrirtæki: Öll smíðavinna var í höndum tengdaföður og mágs Harðar, Svanhildur Una, kona Harðar, sér um bókhaldið og Kristín, kona Björns, sá um að innrétta og hanna hið glæsilega barnahorn staðarins. „Besti vinur okkar Björns, hann Óli, mun svo standa vaktina í eldhúsinu ásamt yfirkokknum Bjarka Þór Sólmundssyni.“ Matseðill Kaffi Laugalækjar, eða „verðlistinn“ líkt og hann nefnist, samanstendur af góðum heimilismat og þjóðlegum súrdeigsflatbökum og er hráefnið sótt til nágrannanna í Frú Laugu og Pylsumeistaranum eftir fremsta megni, sem og beint frá býli.Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir tóku að sér að endurhanna gamla Verðlistann. Hönnunin er norræn og græn, líkt og nánasta umhverfi staðarins. Anton BrinkKaffi Laugalækur verður þó ekki einungis hverfis-kaffihús þeirra Laugnesinga, því mikil áhersla verður einnig lögð á hvers kyns menningarstarfsemi sem og þjónustu við hjólreiðafólk sem á leið um svæðið. „Við ætlum að vera dugleg við að bjóða upp á lifandi tónlist, halda regluleg bíó- og upplestrarkvöld og listasýningar. Yfirkokkurinn er líka myndlistarmaður og hann mun koma til með að halda utan um gallerí staðarins. Við höfum sett af stað tólf mánaða sýningaröð með ungum og framsæknum listamönnum og mun hinn hæfileikaríki Qwick ríða á vaðið með sýningu sem verður opnuð annað kvöld,“ segir Hörður að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september
Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira