Enski boltinn

Íslendingar á skotskónum í ensku b-deildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Vilhelm

Heiðar Helguson sýndi kunnulega takta með Watford í dag með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Leicester.

Heiðar jafnaði leikinn 2-2 og kom Watford svo yfir 3-2 en Leicester skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu.

Gylfi Sigurðsson skoraði fyrsta mark Reading í 3-2 tapi gegn Peterbrough en Gylfi og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Reading en Ívar Ingimarsson var á varamannabekknum og kom ekkert við sögu í leiknum.

Aron Einar Gunnarsson var einnig á varamannabekknum hjá Coventry og spilaði ekkert í 3-2 tapi gegn Preston.

Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth og lék allan leikinn í 3-1 tapi gegn Newcastle.

Þá Emil Hallfreðsson gat ekki leikið með Barnsley í 0-0 jafnteflisleik gegn Swansea vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×