Eyðir áramótunum á Íslandi 19. september 2009 04:00 Daniel Brühl kom til Íslands fyrir viku og þar sem hann getur ekki skoðað landið mikið mun hann eyða áramótunum hér á landi.mynd/Bergsteinn Björgúlfsson „Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7. Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7.
Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira