Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 20:30 Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent