Lífið

Andrea Bocelli kom fram í beinni í dóm­kirkjunni í Mílanó og milljónir hafa horft

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrea Bocelli þykir einn besti söngvari heims og náði hann að sameina ítölsku þjóðina á páskadag með mögnuðum tónleikum. 
Andrea Bocelli þykir einn besti söngvari heims og náði hann að sameina ítölsku þjóðina á páskadag með mögnuðum tónleikum. 

Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli kom fram í beinni útsendingu í dómkirkjunni í Mílanó á páskadag og stóð fyrir tónleikum sem sendir voru út í sjónvarpi á Ítalíu og í vefstreymi fyrir heimsbyggðina.

Ítalir hafa farið einna verst út úr kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Bocelli átti að koma fram á tónleikum í Kórnum þann 23.maí en þeir tónleikar hafa verið færðir til 3.október.

Tónleikar Bocelli stóðu yfir í 25 mínútur og var áhorfið í heimalandinu mikið. Einnig var þeim streymt í beint á YouTube og þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á þá útsendingu vel yfir 32 milljón sinnum.

Hér að neðan má sjá tónleikana í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×