Icelandair aflýsir fjölda flugferða vegna óveðurs á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:09 Röskun á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum