Innlent

„Eldra fólk sefur ekki, einangrar sig, búið að missa kjarkinn og líður ótrúlega illa“

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara Mynd/Lögreglan

Formaður Landssambands eldri borgara hefur verulegar áhyggjur af stórum hópi eldra fólks sem hefur einangrast vegna samkomubanns og takmarkana á mannlegum samskiptum.

Heimsóknatakmarkanir á dvalar, hjúkrunar- og sjúkrastofnunum hafa sett mark sitt á líf eldri borgara.

Formaður Landsambands eldri borgara segir að ástandið sé misjafnt eftir því hvar stigið er niður. Sumir hafi náð að halda rútínu með öðrum eða nýjum hætti en annar hópur er verr settur.

„Heyrst hefur af fólki sem að sefur ekki, einangrar sig, búið að missa kjarkinn og líður ótrúlega illa,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara.

Mikilvægt að hafa að minnsta kosti símavin

Reynt sé að ná til þessa hóps með nýju verkefni í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum.

„Það er verið að hringja út til 85 ára og eldri. Það er verið að tala við fólk og kanna hvort því vanti aðstoð. Þetta er fólk sem býr eitt. Það kemur út úr því að fólki finnst það ekki vera vera eitt,“ segir Þórunn.

Einnig er unnið að verkefni í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi sem nefndist símavinur.

„Það að fá símavin, og við erum að undirbúa slík verkefni með Rauða krossinum, að símavinur og félagsvinur, þetta getur verið lífsbjörg. Þetta getur verið akkeri,“ segir Þórunn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.