Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 19:30 Íslensk fyrirtæki þurfa að kaupa upprunavottorð til að sýna fram á að vörur þeirra séu framleiddar með grænni orku. vísir/vilhelm Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira