Innlent

„Hann er heldur kulda­legur í dag“

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun.
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

„Hann er heldur kuldalegur í dag, með éljum víða á landinu og snjókomu fyrir norðan í kvöld.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Má búast við suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hægara og léttskýjað austanlands. Norðlæg átt, 8 til 15 metrar á sekúndu og él norðanlands, en dálítil snjókoma þar í kvöld. Hiti verður í kringum frostmark.

Veðrið fer þó batnandi á morgun, vindur gengur niður og léttir til. Áfram verði þó dálítil él á Norðausturlandi framan af degi.

Þá segir að að útlit sé fyrir bjartviðri víða um land á skírdag, en stöku skúrum eða slydduéljum fyrir sunnan og vestan. Áfram verði þó fremur svalt í veðri, en hlýni talsvert syðst að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víð léttskýjað, en 8-13 og dálítil él NA-lands framan af degi. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á fimmtudag (skírdagur): Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og vægt frost, en 8-13 m/s og smá skúrir með suðurströndinni og hiti að 5 stigum þar.

Á föstudag (föstudagurinn langi): Ákveðin suðaustanátt, rigning eða slydda og hiti 1 til 5 stig S-lands, en annars hægir vindar, bjartviðri og hiti við frostmark.

Á laugardag: Suðaustan- og austanátt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla NV til. Hlýnandi veður.

Á sunnudag (páskadagur) og mánudag (annar í páskum): Útlit fyrir suðvestanáttir með hlýindum, dálítil væta S og V til, en annars þurrviðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.