Innlent

Sinntu eftir­liti á skemmti­stöðum vegna sam­komu­banns

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti eftirliti vegna samkomubanns á skemmtistöðum í gærkvöldi og nótt. Í tilkynningu segir að allir staðir sem farið var á hafi reynst lokaðir.

Í dagbók lögreglu segir einnig að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu á slysadeild vegna einstaklings sem var til vandræða á biðstofunni. Var einstaklingnum vísað út.

Einnig segir frá því að bíll hafi verið stöðvaður í hverfi 111 í Reykjavík en ökumaður bílsins reyndist sviptur ökuréttindum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.