Lést af völdum kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2020 14:08 Ágústa Ragnhildur lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn, barnabörn og langömmubörn. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14