Lífið

Daði og Gagna­magnið syngja í fjar­funda­búnaði í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Daði og Gagnamagnið nýttu sér tæknina og sungu Think About Things í fjarfundabúnaði.
Daði og Gagnamagnið nýttu sér tæknina og sungu Think About Things í fjarfundabúnaði. skjáskot

Þrátt fyrir að Daði og Gagnamagnið muni ekki fara fyrir Íslands hönd til Rotterdam í maí til að keppa í Eurovision er sveitin sannarlega ekki af baki dottin en hún kom saman í fjarfundabúnaði í sóttkví og flutti lagið sitt Think About Things og var upptakan birt á Twitter.

Eins og flestir vita hefur lag sveitarinnar og framlag Íslands til Eurovision í ár, Think About Things, notið gríðarlegra vinsælda víða um heim allt frá því að Söngvakeppnin hófs hér á Íslandi í janúar. Þrátt fyrir að fá ekki að stíga á svið í Rotterdam í maí hafa vinsældir hljómsveitarinnar ekki dvínað og hafa margir erlendir aðdáendur stólað á Twitter til að fá að fylgjast með sveitinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.