Lífið

Svíar ætla halda eigið Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið verður á skjánum. 
Daði Freyr og Gagnamagnið verður á skjánum. 

Eins og margir vita er búið að aflýsa Eurovision í ár sem átti að fara fram í Rotterdam í næsta mánuði.

Var það gert vegna útbreiðslu kórunuveirunnar í álfunni en Svíar ætla að halda eigin Eurovision-keppni í ár.

Þetta kemur fram í grein á Aftonbladet. Fyrirkomulagið verður þannig að tveir sérstakir sjónvarpsþættir verða sýndir og í þeim fyrri velja Svíar 25 lög af þeim 41 sem ætluðu að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár.

Síðan verður úrslitakvöld með þeim 25 löndum og einn sigurvegari stendur eftir. Laga Daða Freys og Gagnamagnsins Think about things verður vissulega á sínum stað og verður upptaka af þeirra flutning spiluð í þættinum. 

Svíar nota síðan sértakt app sem hefur verið notað í kringum Melodifestivalen undanfarin ár til að kjósa. Bæði kvöldin verða sýnd á SVT.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.