Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:00 Shaquill Griffin hjá Seattle Seahawks fagnar sigri á heimavelli Philadelphia liðsins í gær. Getty/Rob Carr Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC) NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC)
NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira