Bíó og sjónvarp

Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Guðnadóttir tileinkaði verðlaununum syni sínum Kára.
Hildur Guðnadóttir tileinkaði verðlaununum syni sínum Kára. vísir/ap/getty

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.

Hildur notaði tækifærið í þakkarræðunni og þakkaði fjölskyldu sinni og samstarfsmönnum, leikstjóranum Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Þá tileinkaði hún verðlaunin Kára, syni sínum. „Þessi er fyrir þig,“ sagði Hildur á íslensku og lauk þar með máli sínu. Ræðu hennar má sjá hér fyrir neðan.

Það var poppdrottningin Jennifer Lopez sem tilkynnti um verðlaun Hildar ásamt leikaranum Paul Rudd. Lopez var í smávægilegum vandræðum með framburðinn á nafni Hildar eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×