Lífið

Sjáðu upp­hafs­ræðu Ricky Ger­vais á Golden Globes

Atli Ísleifsson skrifar
Ricky Gervais fór á kostum í upphafsræðu sinni.
Ricky Gervais fór á kostum í upphafsræðu sinni. Getty

Breski uppistandarinn Ricky Gervais lét sem fyrr allt flakka í upphafsræðu sinni á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.

Þetta var í fimmta sinn sem Gervais var kynnir hátíðarinnar en hann var áður kynnir árin 2010, 2011, 2012 og 2016.

Gervais tók ýmsar af stórstjörnum Hollywood fyrir í upphafsræðu sinni – meðal annars Leonardo di Caprio, Judi Dench, Felicity Huffman, Martin Scorsese og Tom Hanks, auk þess að Jeffrey Epstein, Andrés prins og Greta Thunberg báru á góma.

Sjá má upphafsræðuna að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.