„Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi núna Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2020 15:40 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020. Lögreglan Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum. Fjallað hefur verið um hvernig íslensk yfirvöld hafa brugðist við kórónuveiruheimsfaraldurinum og þeim lýst sem árangursríkum í erlendum fjölmiðlum eins og CNN og Washington Post undanfarna daga. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að fjölmargar fyrirspurnir bærust nú frá erlendum miðlum sem séu áhugasamir um það sem er gert á Ísland á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann viti ekki hvort áhuginn sé bundinn við Ísland eða hvort fjölmiðlarnir leiti hófanna í öllum löndum en hér reyni yfirvöld að svara þeim spurningum sem berast eftir bestu getu. Í sama streng tók Víðir yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Erlendir fjölmiðlar reyni mikið að fá sérfræðinga hér til að bera aðgerðirnar saman við það sem hefur verið gert í öðrum löndum og leggja mat á hvort þær séu betri hér en annars staðar. „Við höfum reynt að fá fólk til að horfa á Ísland í samhengi. Það er margt miklu einfaldara fyrir okkur. Við erum færri. Við erum land þar sem upplýsingastreymi er gott, við náum til fólks og það eru allir með okkur í þessu. Þannig að við vörum við því að menn séu að reyna að bera Ísland eitthvað endilega saman við aðra,“ sagði Víðir. „Eitthvað Ísland best í heimi-syndróm sem við fáum stundum til okkar er bara ekki viðeigandi núna, alls ekki,“ sagði hann. Klippa: Ísland best í heimi ekki viðeigandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum. Fjallað hefur verið um hvernig íslensk yfirvöld hafa brugðist við kórónuveiruheimsfaraldurinum og þeim lýst sem árangursríkum í erlendum fjölmiðlum eins og CNN og Washington Post undanfarna daga. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að fjölmargar fyrirspurnir bærust nú frá erlendum miðlum sem séu áhugasamir um það sem er gert á Ísland á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann viti ekki hvort áhuginn sé bundinn við Ísland eða hvort fjölmiðlarnir leiti hófanna í öllum löndum en hér reyni yfirvöld að svara þeim spurningum sem berast eftir bestu getu. Í sama streng tók Víðir yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Erlendir fjölmiðlar reyni mikið að fá sérfræðinga hér til að bera aðgerðirnar saman við það sem hefur verið gert í öðrum löndum og leggja mat á hvort þær séu betri hér en annars staðar. „Við höfum reynt að fá fólk til að horfa á Ísland í samhengi. Það er margt miklu einfaldara fyrir okkur. Við erum færri. Við erum land þar sem upplýsingastreymi er gott, við náum til fólks og það eru allir með okkur í þessu. Þannig að við vörum við því að menn séu að reyna að bera Ísland eitthvað endilega saman við aðra,“ sagði Víðir. „Eitthvað Ísland best í heimi-syndróm sem við fáum stundum til okkar er bara ekki viðeigandi núna, alls ekki,“ sagði hann. Klippa: Ísland best í heimi ekki viðeigandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira