200 km án klósetts: Dömubindi og klósettpappír á víð og dreif Randver Kári Randversson skrifar 7. ágúst 2014 16:00 Vísir/Pjetur Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur. Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur.
Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09