200 km án klósetts: Dömubindi og klósettpappír á víð og dreif Randver Kári Randversson skrifar 7. ágúst 2014 16:00 Vísir/Pjetur Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur. Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur.
Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09