Skítur og skeini við Laufskálavörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 22:09 VÍSIR/VILHELM/KRISTÍN „Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira