Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust.
„Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin.

Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan.
„Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við.
Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs:
„Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“