Skapar þúsundir verðmætra starfa Svavar Hávarðsson skrifar 7. ágúst 2014 10:27 Síldarvinnslan í Neskaupstað er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hefur mikið með afl greinarinnar að gera á Austfjörðum. Mynd/Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir Tæplega tvö þúsund ný störf hafa skapast hér á landi við veiðar og vinnslu sjávarafurða frá hruni. Aukningin er fyrst og fremst í fiskvinnslu þar sem störfum hefur fjölgað um tólf hundruð. Vinnsla uppsjávarfisks til manneldis vegur þungt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn um umfang sjávarútvegs á Austfjörðum sem hagfræðineminn Ásgeir Friðrik Heimisson vann fyrir Austurbrú í samstarfi við Útvegsmannafélag Austurlands. Fjölgun starfa í sjávarútvegi frá 2008 má helst rekja til aukins afla undanfarin ár. Aflaaukningin hefur aðallega verið í uppsjávartegundum, eins og loðnu, en ekki síst makríl. Betri aflabrögð skila sér í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, en vinnsla uppsjávarafla er vinnuaflsfrek, segir í greiningu Ásgeirs. Afli íslenskra skipa hefur ekki verið meiri um langan tíma, eða síðan 2005. Það ár veiddust 1,6 milljónir tonna við Íslandsstrendur og gaf árið 2012 1,4 milljónir tonna. Veiðar í uppsjávartegundum hafa aukist um 25% síðan 2006. Greining Ásgeirs lýtur sérstaklega að Austfjörðum, þó samhengi sjávarútvegs á landinu í heild sé einnig gaumgæft.Ásgeir Friðrik HeimissonFramleiðni í sjávarútvegi á Austfjörðum hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári frá 2005; mun meira en í greininni og í öðrum atvinnugreinum á landsvísu. Umfang sjávarútvegs þar eystra er 4,2% af landsframleiðslu þegar allt er talið; rúmlega þrefalt framlag landbúnaðar á Íslandi. „Þessu til viðbótar má nefna að með aukinni framleiðni greiða austfirsku fyrirtækin allnokkru hærri laun en gengur og gerist. Síðan heggur maður eftir því hvað fyrirtækin borga mikið í opinber gjöld,“ segir Ásgeir og bætir við að án vafa sé mikil verðmætasköpun í sjávarútvegi undirstaða batnandi lífskjara þar undanfarinn áratug. Í skýrslunni kemur fram að laun voru að meðaltali 7,8 milljónir króna í fiskvinnslu og 16,6 milljónir í fiskveiðum árið 2012. Það ár var meðaltalið á landsvísu 7,2 milljónir í fiskvinnslu og 12,2 milljónir í fiskveiðum. Sjávarútvegsfyrirtækin á Austfjörðum greiddu tæp níu prósent af tekjuskatti lögaðila árið 2012; eða um 4,5 milljarða það ár.Áhrif FjarðaálsÍ formála skýrslunnar segir Ásgeir að bent hafi verið á að sjávarútvegur sé ekki eins mikilvægur Austfirðingum og löngum var, vegna tilkomu Alcoa Fjarðaáls. Rannsókn á umfangi greinarinnar og mikilvægi hennar sé því vert verkefni, ekki síst í því samhengi. Það hafi gleymst á sama tíma að þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Síldarvinnslan, hefur höfuðstöðvar sínar í Neskaupstað, ásamt fleiri sterkum fyrirtækjum. Í þessu samhengi er vert að nefna að Ásgeir metur að allt að 45% allra starfa á Austfjörðum tengist sjávarútvegi beint eða óbeint; um 13% starfa á Austfjörðum eru beintengd greininni. „Samkvæmt gögnum frá Byggðastofnun þykir líklegt að sjávarútvegurinn á Austfjörðum hafi að meðaltali seinustu ár verið 24% af hagkerfi Austurlands og var hlutfallið orðið 37% árið 2012,“ segir Ásgeir en slær varnagla við þessari niðurstöðu vegna ónógra gagna. „Því fer fjarri að sjávarútvegurinn hafi misst vægi sitt eftir tilkomu álversins. Það sem hefur gerst er að mikil hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútvegi og álverið hjálpaði til við það. Álverið hefur til dæmis stutt við þessa þróun í samhengi við tæknivæðingu og fleira sem skýrir hagræðingu og framleiðniaukningu. Það hefur komið í staðinn og tilkoma Alcoa Fjarðaáls hjálpaði mikið til við að gera þá hagræðingu sem átt hefur sér stað mögulega og jafn átakalausa og raun ber vitni,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að hærri laun megi að nokkru skýra með þessu, enda fylgja tæknivæðingu fleiri og betur borgaðar stöður heilt yfir séð. „Allt þetta hjálpar líka til við að halda ungu og vel menntuðu fólki á svæðinu, öfugt við það sem áður var.“Sérstaðan Hlutur hafna á Austfjörðum er mun meiri en sem nemur úthlutuðu aflamarki fyrirtækjanna á svæðinu og var árið 2012 landað þar 36,8% af þeim afla sem landað var á Íslandi í tonnum talið. Til samanburðar þá var 15,9% alls afla landað í Vestmannaeyjum og 10,7% í Faxaflóahöfnum það ár. Þegar þessar tölur eru umreiknaðar í þorskígildi þá er hlutfallið fyrir Austfirði 19,7% og 17,1% fyrir Faxaflóahafnir, svo dæmi sé tekið. Þegar aflatölur fyrir Austfirði eru bornar saman við stórar löndunarhafnir á öðrum landsvæðum sést að uppsjávarfiskur hefur langmest vægi þar og var 51% af heildaruppsjávarafla landsins landað þar árið 2012. Mest er landað af botnfiski í Faxaflóahöfnum en 18,5% af botnfiskaflanum var landað þar árið 2012, 8,4% í Vestmannaeyjum og 6,6% á Austfjörðum. Mikill vöxtur í sjávarútvegi á Austfjörðum, miðað við aðra landshluta, verður því fyrst og síðast skýrður með því hversu mjög greinin á svæðinu byggir á uppsjávarveiðum og vinnslu, þá bæði til manneldis og mjöl- og lýsisframleiðslu. Fiskimjölsverksmiðjurnar á Austfjörðum tóku til dæmis á móti 54% alls afla sem landað var til mjöl- og lýsisframleiðslu árið 2012. Ásgeir skrifar: „Verð á uppsjávartegundum og mjöli og lýsi hefur hækkað mjög mikið seinustu ár og ofan á það hafa uppsjávarveiðar aukist, eða um 25% síðan 2006. Þessar tvær breytur vega mjög þungt í því að útskýra af hverju vöxtur sjávarútvegs hefur verið eins mikill og raun ber vitni og mun meiri en að meðaltali á landsvísu og Faxaflóahafnasvæðinu.“Gestir Þessu til viðbótar má nefna að gestakomur á íslenskum höfnum eru kannski fleiri á Austfjörðum en víðast hvar annars staðar, sem enn og aftur er hægt að rekja til uppsjávarveiðanna. Mörg íslensk skip landa þar sem ekki eru í eigu útgerðanna á svæðinu. Norsk og færeysk loðnuskip hafa landað á Austfjörðum, en það sem vegur kannski þyngst er starfsemi HB Granda á Vopnafirði. Fyrirtækið landar nær öllum sínum uppsjávarafla á staðnum og hefur staðið fyrir myndarlegri uppbyggingu því tengdri. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Tæplega tvö þúsund ný störf hafa skapast hér á landi við veiðar og vinnslu sjávarafurða frá hruni. Aukningin er fyrst og fremst í fiskvinnslu þar sem störfum hefur fjölgað um tólf hundruð. Vinnsla uppsjávarfisks til manneldis vegur þungt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn um umfang sjávarútvegs á Austfjörðum sem hagfræðineminn Ásgeir Friðrik Heimisson vann fyrir Austurbrú í samstarfi við Útvegsmannafélag Austurlands. Fjölgun starfa í sjávarútvegi frá 2008 má helst rekja til aukins afla undanfarin ár. Aflaaukningin hefur aðallega verið í uppsjávartegundum, eins og loðnu, en ekki síst makríl. Betri aflabrögð skila sér í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, en vinnsla uppsjávarafla er vinnuaflsfrek, segir í greiningu Ásgeirs. Afli íslenskra skipa hefur ekki verið meiri um langan tíma, eða síðan 2005. Það ár veiddust 1,6 milljónir tonna við Íslandsstrendur og gaf árið 2012 1,4 milljónir tonna. Veiðar í uppsjávartegundum hafa aukist um 25% síðan 2006. Greining Ásgeirs lýtur sérstaklega að Austfjörðum, þó samhengi sjávarútvegs á landinu í heild sé einnig gaumgæft.Ásgeir Friðrik HeimissonFramleiðni í sjávarútvegi á Austfjörðum hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári frá 2005; mun meira en í greininni og í öðrum atvinnugreinum á landsvísu. Umfang sjávarútvegs þar eystra er 4,2% af landsframleiðslu þegar allt er talið; rúmlega þrefalt framlag landbúnaðar á Íslandi. „Þessu til viðbótar má nefna að með aukinni framleiðni greiða austfirsku fyrirtækin allnokkru hærri laun en gengur og gerist. Síðan heggur maður eftir því hvað fyrirtækin borga mikið í opinber gjöld,“ segir Ásgeir og bætir við að án vafa sé mikil verðmætasköpun í sjávarútvegi undirstaða batnandi lífskjara þar undanfarinn áratug. Í skýrslunni kemur fram að laun voru að meðaltali 7,8 milljónir króna í fiskvinnslu og 16,6 milljónir í fiskveiðum árið 2012. Það ár var meðaltalið á landsvísu 7,2 milljónir í fiskvinnslu og 12,2 milljónir í fiskveiðum. Sjávarútvegsfyrirtækin á Austfjörðum greiddu tæp níu prósent af tekjuskatti lögaðila árið 2012; eða um 4,5 milljarða það ár.Áhrif FjarðaálsÍ formála skýrslunnar segir Ásgeir að bent hafi verið á að sjávarútvegur sé ekki eins mikilvægur Austfirðingum og löngum var, vegna tilkomu Alcoa Fjarðaáls. Rannsókn á umfangi greinarinnar og mikilvægi hennar sé því vert verkefni, ekki síst í því samhengi. Það hafi gleymst á sama tíma að þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Síldarvinnslan, hefur höfuðstöðvar sínar í Neskaupstað, ásamt fleiri sterkum fyrirtækjum. Í þessu samhengi er vert að nefna að Ásgeir metur að allt að 45% allra starfa á Austfjörðum tengist sjávarútvegi beint eða óbeint; um 13% starfa á Austfjörðum eru beintengd greininni. „Samkvæmt gögnum frá Byggðastofnun þykir líklegt að sjávarútvegurinn á Austfjörðum hafi að meðaltali seinustu ár verið 24% af hagkerfi Austurlands og var hlutfallið orðið 37% árið 2012,“ segir Ásgeir en slær varnagla við þessari niðurstöðu vegna ónógra gagna. „Því fer fjarri að sjávarútvegurinn hafi misst vægi sitt eftir tilkomu álversins. Það sem hefur gerst er að mikil hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútvegi og álverið hjálpaði til við það. Álverið hefur til dæmis stutt við þessa þróun í samhengi við tæknivæðingu og fleira sem skýrir hagræðingu og framleiðniaukningu. Það hefur komið í staðinn og tilkoma Alcoa Fjarðaáls hjálpaði mikið til við að gera þá hagræðingu sem átt hefur sér stað mögulega og jafn átakalausa og raun ber vitni,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að hærri laun megi að nokkru skýra með þessu, enda fylgja tæknivæðingu fleiri og betur borgaðar stöður heilt yfir séð. „Allt þetta hjálpar líka til við að halda ungu og vel menntuðu fólki á svæðinu, öfugt við það sem áður var.“Sérstaðan Hlutur hafna á Austfjörðum er mun meiri en sem nemur úthlutuðu aflamarki fyrirtækjanna á svæðinu og var árið 2012 landað þar 36,8% af þeim afla sem landað var á Íslandi í tonnum talið. Til samanburðar þá var 15,9% alls afla landað í Vestmannaeyjum og 10,7% í Faxaflóahöfnum það ár. Þegar þessar tölur eru umreiknaðar í þorskígildi þá er hlutfallið fyrir Austfirði 19,7% og 17,1% fyrir Faxaflóahafnir, svo dæmi sé tekið. Þegar aflatölur fyrir Austfirði eru bornar saman við stórar löndunarhafnir á öðrum landsvæðum sést að uppsjávarfiskur hefur langmest vægi þar og var 51% af heildaruppsjávarafla landsins landað þar árið 2012. Mest er landað af botnfiski í Faxaflóahöfnum en 18,5% af botnfiskaflanum var landað þar árið 2012, 8,4% í Vestmannaeyjum og 6,6% á Austfjörðum. Mikill vöxtur í sjávarútvegi á Austfjörðum, miðað við aðra landshluta, verður því fyrst og síðast skýrður með því hversu mjög greinin á svæðinu byggir á uppsjávarveiðum og vinnslu, þá bæði til manneldis og mjöl- og lýsisframleiðslu. Fiskimjölsverksmiðjurnar á Austfjörðum tóku til dæmis á móti 54% alls afla sem landað var til mjöl- og lýsisframleiðslu árið 2012. Ásgeir skrifar: „Verð á uppsjávartegundum og mjöli og lýsi hefur hækkað mjög mikið seinustu ár og ofan á það hafa uppsjávarveiðar aukist, eða um 25% síðan 2006. Þessar tvær breytur vega mjög þungt í því að útskýra af hverju vöxtur sjávarútvegs hefur verið eins mikill og raun ber vitni og mun meiri en að meðaltali á landsvísu og Faxaflóahafnasvæðinu.“Gestir Þessu til viðbótar má nefna að gestakomur á íslenskum höfnum eru kannski fleiri á Austfjörðum en víðast hvar annars staðar, sem enn og aftur er hægt að rekja til uppsjávarveiðanna. Mörg íslensk skip landa þar sem ekki eru í eigu útgerðanna á svæðinu. Norsk og færeysk loðnuskip hafa landað á Austfjörðum, en það sem vegur kannski þyngst er starfsemi HB Granda á Vopnafirði. Fyrirtækið landar nær öllum sínum uppsjávarafla á staðnum og hefur staðið fyrir myndarlegri uppbyggingu því tengdri.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira