Rýnt í kaflaskipti listarinnar 20. september 2011 10:00 Jón Proppé segir afdrifarík kynslóðaskipti hafa orðið í listum á sjöunda áratugnum, þegar abstraktstefnan sem hafði verið ríkjandi í áratug var á undanhaldi og menn tóku að þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Fréttablaðið/Vilhelm Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira