Gleðikabarett með samtímatvisti 21. maí 2012 12:54 Melkorka, þessi í bleiku sokkabuxunum, segir verkið reyna að fanga hreyfingar úr popptónlist. „Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira