Innlent

40 prósent fá ekki sumarstarf

Akureyrarbær hefur efnt til ýmissa átaksverkefna fyrir unga atvinnulausa. Fréttablaðið/Vilhelm
Akureyrarbær hefur efnt til ýmissa átaksverkefna fyrir unga atvinnulausa. Fréttablaðið/Vilhelm
Akureyrarbær hafnaði rúmlega 40 prósentum umsækjenda um sumarstörf hjá bænum í fyrra og er útlit fyrir að hlutfallið verði svipað í ár. Í fyrrasumar voru ráðnir 430 einstaklingar í sumarafleysingar en alls sóttu 719 aðilar um auglýst störf. Flest eru störfin í þjónustu við fatlaða og aldraða. Sérstök átaksverkefni fyrir atvinnulausa eru ekki meðtalin í tölunum.

Akureyrarbær sótti um heimild til ráðningar námsmanna í gegn um átak í samvinnu við vinnumálastofnun og velferðarráðuneytið og var úthlutað af vinnumálastofnun heimild til ráðningar 30 námsmanna í tvo mánuði hvern.

Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn auk þess leitast við að ráða atvinnuleitendur með bótarétt á aldrinum 18 til 25 ára til starfa í gegn um umrætt átak með svipuðum hætti og gert var í fyrrasumar.

„Við gerum okkur vonir um að geta ráðið nokkra tugi atvinnuleitenda með bótarétt í gegnum átakið í samvinnu við vinnumálastofnun,“ segir Halla. Enn er verið að taka við umsóknum og því liggur ekki fyrir hversu margir umsækjendurnir verða. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×