„Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2020 11:31 Andrea Magnúsdóttir á og rekur fataverslunina Andreu. Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira